Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 17:33 Pau Gasol í baráttunni við Dirk Nowitzki í leiknum. Vísir/Getty Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira