Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. september 2015 08:00 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP Flóttamenn Grikkland Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent