Martin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:55 Martin Hermannsson skorar í kvöld. Vísir/Valli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31