„Kæra Eygló“ hvatti breska menn til þess að hanna AirBnb fyrir flóttamenn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. september 2015 00:09 Bryndís kemur ekki nálægt smáforritinu en hugmynd mannanna kviknaði eftir að þeir lásu fréttir um "Kæra Eygló.“ Vel heppnuð tilraun Bryndísar Björgvinsdóttur, Facebook-síðan Kæra Eygló, hefur hvatt aðra sem langar til þess að hjálpa flóttamönnum til þess að grípa til aðgerða. Í vikunni höfðu samband við hana tveir breskir menn sem ákváðu eftir að hafa lesið fréttir á erlendum miðlum um framtak hennar að hanna smáforrit eða app sem er eins konar AirBnb fyrir flóttamenn. „Þeir vildu auðvelda fólki að skrá herbergi og heimili sem þau vilja bjóða flóttafólki með appi sem flóttafólk hefði þá aðgang að. Þeir stefna á að það verði aðgengilegt um allan heim. Það heitir My Refugee og er í rauninni alveg eins og AirBnb nema auðvitað að það eru engir peningar í spilinu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir. „Ég kem ekkert nálægt þessu nema að ég hitti þá á Skype tvisvar og við vorum að skiptast á hugmyndum. Það er svo gaman hvað landamæri skipta engu máli þegar fólk er með sömu hugmyndirnar og langar til að gera eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita eða hvað þeir gera en við byrjuðum strax að tala um flóttamannavandann og hvað við gætum gert og svona.“ Hún segir smáforritið sniðugt upp á hvernig það leiðir saman þá sem þurfa hjálp og þá sem vilja bjóða hana. Mennirnir tveir hafa hafið söfnun á Indiegogo til þess að greiða grafískum hönnuði og til þess að greiða fyrir leyfi. Söfnunina má nálgast hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Vel heppnuð tilraun Bryndísar Björgvinsdóttur, Facebook-síðan Kæra Eygló, hefur hvatt aðra sem langar til þess að hjálpa flóttamönnum til þess að grípa til aðgerða. Í vikunni höfðu samband við hana tveir breskir menn sem ákváðu eftir að hafa lesið fréttir á erlendum miðlum um framtak hennar að hanna smáforrit eða app sem er eins konar AirBnb fyrir flóttamenn. „Þeir vildu auðvelda fólki að skrá herbergi og heimili sem þau vilja bjóða flóttafólki með appi sem flóttafólk hefði þá aðgang að. Þeir stefna á að það verði aðgengilegt um allan heim. Það heitir My Refugee og er í rauninni alveg eins og AirBnb nema auðvitað að það eru engir peningar í spilinu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir. „Ég kem ekkert nálægt þessu nema að ég hitti þá á Skype tvisvar og við vorum að skiptast á hugmyndum. Það er svo gaman hvað landamæri skipta engu máli þegar fólk er með sömu hugmyndirnar og langar til að gera eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita eða hvað þeir gera en við byrjuðum strax að tala um flóttamannavandann og hvað við gætum gert og svona.“ Hún segir smáforritið sniðugt upp á hvernig það leiðir saman þá sem þurfa hjálp og þá sem vilja bjóða hana. Mennirnir tveir hafa hafið söfnun á Indiegogo til þess að greiða grafískum hönnuði og til þess að greiða fyrir leyfi. Söfnunina má nálgast hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00
Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34