Erlent

Fleiri Evrópuríki koma á landamæraeftirliti vegna flóttamannafjöldans

Bjarki Ármannsson skrifar
Austurríki, Slóvakía og Holland hafa ákveðið að koma á landamæraeftirliti vegna flóttamannavandans.
Austurríki, Slóvakía og Holland hafa ákveðið að koma á landamæraeftirliti vegna flóttamannavandans. Vísir/AFP
Austurríki, Slóvakía og Holland hafa ákveðið að koma á landamæraeftirliti til að bregðast við miklum fjölda sýrlenskra flóttamanna sem leita nú hælis í Evrópu. Stjórnvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að þau myndu koma á tímabundnu eftirliti á landamærum sínum og Austurríkis, en stór hluti flóttamannanna hefur í hyggju að komast til Þýskalands.

Þá hafa Ungverjar reist girðingu við landamæri sín og Serbíu og lokað fyrir lestarlínur sem ná yfir landamærin.

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittust á fundi í Brussel í kvöld þar sem ákveðið var að taka á móti 120 þúsund hælisleitendum. Ekki liggur fyrir hvernig hælisleitendunum verður skipt niður á aðildarríki, en sum þeirra hafa sett sig upp á móti tillögum um bindandi „flóttamanna-kvóta.“ Búist er við að ákvörðun verði sett í lög snemma í næsta mánuði.


Tengdar fréttir

„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“

Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld.

Ungverjar loka landamærunum að Serbíu

Fjölmennt lið lögreglu hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin.

Ráðherrar ræða flóttamannavandann

Ráðherrar ESB hyggjast reyna að finna út hvernig hægt verði að fá allar þjóðir til að taka þátt í að takast á við flóttamannavandann í álfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×