„Okkar stærsta vandamál hvað launin í landinu eru lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 16:30 Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Daníel Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00
50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28
Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26