Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 15. september 2015 17:30 Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015 Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00