Tilfinningin var öðruvísi enda ekki í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 07:00 Brynju verður sárt saknað hjá HK. vísir/valli „Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti