Vill að Ísland bregðist strax við flóttamannavanda: „Eftir hverju erum við að bíða?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 15:43 Katrín er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA „Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira