Skyndibiti fyrir 650 milljónir í ágúst Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Fjóla Sigurðardóttir, matráður í Lobster hut, veltir milljónum á viðskiptum við ferðamenn. VÍSIR/ANTON Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira
Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira