Jón Arnór enn andvaka vegna tapsins gegn Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2015 09:30 Stutt í tárin hjá Jóni Arnóri, Jakobi Sigurðar, Fannari Ólafs og fleirum eftir tapið í Laugardalshöllinni gegn Stjörnunni. Vísir Jón Arnór verður 33 ára þann 21. september og óvíst hve mörg ár hann á eftir í fremstu röð í körfuboltanum. Hversu langur sem atvinnumannaferilinn verður er eitt ákveðið. Hann ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu, KR. „Ég er harður á því og alltaf séð það fyrir mér. Ég á eftir að takast á við áskorun heima,“ segir Jón Arnór og nefnir strax bikarmeistaratitilinn. „Mig langar rosalega að hampa titli í Höllinni.“ Jón tapaði í tvígang úrslitaleik með KR í Laugardalshöllinni. Í síðara skiptið gegn Stjörnunni þar sem reiknað var með því að Vesturbæingar myndu leiða óreynda og minni spámenn úr Garðabæ til slátrunar. Jón Arnór skoraði reyndar 29 stig í leiknum sem dugði ekki til í 78-76 tapi.Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, haustið 2008 þegar landsliðsmennirnir sömdu til eins árs við uppeldisfélagið.VísirStutt í tárin „Ég hugsa stundum um þennan leik þegar ég er að fara að sofa og það heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er ekki að grínast,“ segir Jón Arnór um leikinn eftirminnilega. Stjörnumenn minnast þess enn hve fagmannlega Jón Arnór tók tapinu. Hann kom inn í klefa til þeirra eftir leik og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. „Stjarnan átti þetta fyllilega skilið og kannski þurftum við á þessu að halda, og körfuboltinn heima líka. Það eru allir sjúkir í að litlu liðin skelli þeim stóru,“ segir Jón Arnór. Tapið hafi engu að síður verið gríðarlega sárt og stutt í tárin.Jón Arnór Stefánsson var í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira
Jón Arnór verður 33 ára þann 21. september og óvíst hve mörg ár hann á eftir í fremstu röð í körfuboltanum. Hversu langur sem atvinnumannaferilinn verður er eitt ákveðið. Hann ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu, KR. „Ég er harður á því og alltaf séð það fyrir mér. Ég á eftir að takast á við áskorun heima,“ segir Jón Arnór og nefnir strax bikarmeistaratitilinn. „Mig langar rosalega að hampa titli í Höllinni.“ Jón tapaði í tvígang úrslitaleik með KR í Laugardalshöllinni. Í síðara skiptið gegn Stjörnunni þar sem reiknað var með því að Vesturbæingar myndu leiða óreynda og minni spámenn úr Garðabæ til slátrunar. Jón Arnór skoraði reyndar 29 stig í leiknum sem dugði ekki til í 78-76 tapi.Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, haustið 2008 þegar landsliðsmennirnir sömdu til eins árs við uppeldisfélagið.VísirStutt í tárin „Ég hugsa stundum um þennan leik þegar ég er að fara að sofa og það heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er ekki að grínast,“ segir Jón Arnór um leikinn eftirminnilega. Stjörnumenn minnast þess enn hve fagmannlega Jón Arnór tók tapinu. Hann kom inn í klefa til þeirra eftir leik og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. „Stjarnan átti þetta fyllilega skilið og kannski þurftum við á þessu að halda, og körfuboltinn heima líka. Það eru allir sjúkir í að litlu liðin skelli þeim stóru,“ segir Jón Arnór. Tapið hafi engu að síður verið gríðarlega sárt og stutt í tárin.Jón Arnór Stefánsson var í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00