Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Una Sighvatsdóttir skrifar 19. september 2015 12:45 Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Proppé eru nú á heimleið eftir ferð um Tyrkland, Líbanon og Sikiley til að kynna sér stöðu flóttafólks frá fyrstu hendi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með því að ríki, eins og Ísland, sem ætli að taka til sín kvótaflóttafólk, bjóði Sýrlendingum sem flúið hafa til Líbanon. Fréttastofa náði tali af Unni Brá á flugvellinum í Munchen. Hún segir að Sýrlendingar þar geri sér engar vonir um að komast burt í gegnum kvótaflóttakerfið.„Allir sem komu frá Sýrlandi yfir til Líbanon, sem eru þeirar næstu nágrannar, héldu að þetta yrði bara stutt, ætluðu bara rétta að bíða þetta af sér og fara svo aftur heim. Svo bíður fólk í einn mánuð í viðbót, og einn mánuð í viðbót, og svo eru liðin 4-5 ár. Þá hugsar fólk bara hér er engin von. Ástandið í Sýrlandi er ekki að lagast þannig að ég þarf að gera eitthvað annnað. Og þá fer fólk í bátana, reynir að komast til Tyrklands og þaðan í bát.“ Um 2000 flóttamenn búa í þessari blokk í Al Janub í Líbanon, sem Unnur Brá og Óttarr Proppé heimsóttu. „Hér er engin von" Íslensku þingmennirnir hittu einmitt sýrlenska fjölskyldu sem hafði gefist upp og var faðirinn, sá eini með vegabréf, á leið á undan konu og börnum til Tyrklands í von um að komast til Evrópu og geta þar búið þeim nýtt heimili, ef hann lifir ferðina af. „Við vorum einmitt að spyrja, hvernig maður tekur svona ákvörðun, en þau segja bara: Hér er engin von, það er ekkert að lagast í Sýrlandi, þannig að við komumst ekki heim, við verðum að finna einhverja leið og getum alveg eins prófað þetta eins og að vera hér í ömurlegheitum.“Óttar Proppé og Unnur Brá heimsóttu Rauða krossinn í Líbanon sem er m.a. í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.Sárafáir kvótaflóttamenn teknir Þingmennirnir heimsóttu skrifstofu flóttamannastofnunar sem undirbýr kvóttaflóttamenn fyrir brottför til Evrópu. Unnur Brá bendir á að af einni og hálfri milljón Sýrlendinga í Líbanon hafi aðeins 9000 komist burt sem kvótaflóttamenn. Alls eru um 2 milljónir flóttafólks við bágan kost í Líbanon, sem er á við hálfa líbönsku þjóðina. Innviðirnir eru að gefa sig undan álaginu og segir Unnur Brá að það muni því um hvern einn og einasta sem boðin er hjálp. „Segjum ef að Ísland myndu ákveða að taka kvótaflóttamenn frá Líbanon, sýrlenska, þá er í rauninni sama hvaða tala það væri, þá værum við að gera mjög mikið. Allt sem við getum gert væri mjög mikilvægt og miðað við hvað kerfið þarna er orðið þanið að það ræður ekki við þennan fólksfjölda þá er mjög nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki fólk og bjóði því að koma frá Líbanon.“ Unnur Brá segir að þau Óttarr Proppé snúi heim með mikið af hugmyndum og ábendingum í farteskinu um hvað Ísland geti gert til að hjálpa. Hún blæs á gagnrýni um að íslenskir embættismenn eigi ekkert erindi í slíka ferð. „Valið hjá mér, af því ég er hér sem Evrópuráðsþingmaður, að fara og sitja fundi um þessi mál eða einhver önnur mál með nefndum evrópuráðsþinsins einhvers staðar í Evrópu, mér fannst þetta vera líklegra til að skila mér þeim upplýsingum sem ég þarf til að geta verið sterkari í umræðunni um þessi mál og það er svo sannarlega mitt mat að það hafi skilað sér.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01 Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Proppé eru nú á heimleið eftir ferð um Tyrkland, Líbanon og Sikiley til að kynna sér stöðu flóttafólks frá fyrstu hendi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með því að ríki, eins og Ísland, sem ætli að taka til sín kvótaflóttafólk, bjóði Sýrlendingum sem flúið hafa til Líbanon. Fréttastofa náði tali af Unni Brá á flugvellinum í Munchen. Hún segir að Sýrlendingar þar geri sér engar vonir um að komast burt í gegnum kvótaflóttakerfið.„Allir sem komu frá Sýrlandi yfir til Líbanon, sem eru þeirar næstu nágrannar, héldu að þetta yrði bara stutt, ætluðu bara rétta að bíða þetta af sér og fara svo aftur heim. Svo bíður fólk í einn mánuð í viðbót, og einn mánuð í viðbót, og svo eru liðin 4-5 ár. Þá hugsar fólk bara hér er engin von. Ástandið í Sýrlandi er ekki að lagast þannig að ég þarf að gera eitthvað annnað. Og þá fer fólk í bátana, reynir að komast til Tyrklands og þaðan í bát.“ Um 2000 flóttamenn búa í þessari blokk í Al Janub í Líbanon, sem Unnur Brá og Óttarr Proppé heimsóttu. „Hér er engin von" Íslensku þingmennirnir hittu einmitt sýrlenska fjölskyldu sem hafði gefist upp og var faðirinn, sá eini með vegabréf, á leið á undan konu og börnum til Tyrklands í von um að komast til Evrópu og geta þar búið þeim nýtt heimili, ef hann lifir ferðina af. „Við vorum einmitt að spyrja, hvernig maður tekur svona ákvörðun, en þau segja bara: Hér er engin von, það er ekkert að lagast í Sýrlandi, þannig að við komumst ekki heim, við verðum að finna einhverja leið og getum alveg eins prófað þetta eins og að vera hér í ömurlegheitum.“Óttar Proppé og Unnur Brá heimsóttu Rauða krossinn í Líbanon sem er m.a. í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.Sárafáir kvótaflóttamenn teknir Þingmennirnir heimsóttu skrifstofu flóttamannastofnunar sem undirbýr kvóttaflóttamenn fyrir brottför til Evrópu. Unnur Brá bendir á að af einni og hálfri milljón Sýrlendinga í Líbanon hafi aðeins 9000 komist burt sem kvótaflóttamenn. Alls eru um 2 milljónir flóttafólks við bágan kost í Líbanon, sem er á við hálfa líbönsku þjóðina. Innviðirnir eru að gefa sig undan álaginu og segir Unnur Brá að það muni því um hvern einn og einasta sem boðin er hjálp. „Segjum ef að Ísland myndu ákveða að taka kvótaflóttamenn frá Líbanon, sýrlenska, þá er í rauninni sama hvaða tala það væri, þá værum við að gera mjög mikið. Allt sem við getum gert væri mjög mikilvægt og miðað við hvað kerfið þarna er orðið þanið að það ræður ekki við þennan fólksfjölda þá er mjög nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki fólk og bjóði því að koma frá Líbanon.“ Unnur Brá segir að þau Óttarr Proppé snúi heim með mikið af hugmyndum og ábendingum í farteskinu um hvað Ísland geti gert til að hjálpa. Hún blæs á gagnrýni um að íslenskir embættismenn eigi ekkert erindi í slíka ferð. „Valið hjá mér, af því ég er hér sem Evrópuráðsþingmaður, að fara og sitja fundi um þessi mál eða einhver önnur mál með nefndum evrópuráðsþinsins einhvers staðar í Evrópu, mér fannst þetta vera líklegra til að skila mér þeim upplýsingum sem ég þarf til að geta verið sterkari í umræðunni um þessi mál og það er svo sannarlega mitt mat að það hafi skilað sér.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01 Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01
Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32