Er málsókn málið? Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 1. september 2015 09:00 Þann 30. júní sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur þar sem tekist var á um réttmæti þess að neita fötluðum einstaklingi um lögbundna þjónustu á þeim forsendum að fjárheimildir þeirrar opinberu stofnunar sem þjónustuna átti að veita væru uppurnir. Í dómnum var fallist á það með stefnanda að umrædd höfnun á þjónustu væri brot á stjórnarskrárákvörðunarrétti til lágmarksaðstoðar samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar og gangi sá réttur framar fyrirmælum fjárlaga um greiðslur framlaga til umrædds verkefnis. Þessum dómi ákvað ríkisvaldið að áfrýja ekki til Hæstaréttar heldur una niðurstöðu hans sem réttmætri. Umrædd 76. grein stjórnarskrárinnar fjallar um að öllum sem þess þurfa, meðal annars vegna fötlunar, skuli tryggður í lögum réttur til lágmarksaðstoðar. Á Íslandi eru í gildi lög um málefni fatlaðs fólks sem hafa það að markmiði að tryggja þeim sem undir lögin heyra jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. Í sömu lögum er ákvæði um að fatlað fólk skuli eiga kost á félagslegri þjónustu sem geri því kleift að búa á eigin heimili. Jafnframt að fatlað fólk eigi rétt á þjónustu þar sem það kýs að búa. Staðreyndin er hins vegar sú að fatlað fólk þarf oft og tíðum að bíða í fullkominni óvissu í áraraðir eftir því að að fá notið þessarar lágmarksaðstoðar samfélagsins. Á þetta hafa hagsmunasamtök fatlaðs fólk bent margoft í gegnum tíðina. Álit RíkisendurskoðunarRíkisendurskoðun hefur líka tekið þetta mál upp við stjórnvöld. Í skýrslu sinni til Alþingis ágúst 2010 um þjónustu við fatlaða leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneyti verði að móta reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. Í athugasemdum ráðuneytisins við þessari ábendingu kemur fram að ráðuneytið sé sömu skoðunar en fjárheimildir komi í veg fyrir að slík áætlanagerð sé raunhæf. Í eftirfylgniskýrslu sinni til Alþingis frá 2014 ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri áherslu um skilgreindan hámarksbiðtíma og þar sem sveitarfélögin hafi nú tekið að sér uppbyggingu þjónustunnar sé það hlutverk núverandi velferðarráðuneytis að hafa eftirlit og fylgja því eftir að sveitarfélög virði hámarksbiðtíma. Landssamtökunum Þroskahjálp er ekki kunnugt um að Alþingi eða velferðarráðuneytið hafi í framhaldi af umræddri eftirfylgniskýrslu brugðist við samkvæmt ábendingu Ríkisendurskoðunar. Samtökin hafa því miður reynt það að ákvæði um lögbundna eftirlitsskyldu velferðarráðherra um að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga sé í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðs fólks er gagnslítið. Meðal annars hafa heilu þjónustusvæðin lagt niður lögbundna þjónustu og borið við skorti á fjármagni án þess að ráðherra hafi með opinberum hætti tekið afstöðu til þess. Það má einnig velta fyrir sér áhugaleysi þingmanna þar sem Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Er það ef til vill svo að samstaða þingmanna með flokkssystkinum sínum á sveitarstjórnastigi sé meiri en samstaða með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra? Sænska leiðinMálefni fatlaðs fólks eru um margt komin mun lengra í Svíþjóð en hér á landi, ekki síst réttarstaða fatlaðs fólks til lögbundinnar þjónustu. Þar í landi var árið 2013 sett á laggirnar sjálfstæð eftirlitsstofnun (IVO) með því að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á, til dæmis skv. lögum um stuðning og þjónustu við fatlað fólk (LSS). Í reglum eftirlitsstofnunarinnar er meðal annars að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli tilkynna eftirlitsstofnuninni ef einstaklingur sem sótt hefur um þjónustu og á rétt á henni hefur ekki fengið umbeðna þjónustu innan þriggja mánaða. Telji eftirlitsstofnunin að um ósanngjarnan drátt á því að veita viðkomandi þjónustu sé að ræða hefur hún heimild til að höfða bótamál gegn viðkomandi sveitarfélagi fyrir stjórnsýsludómstólum þar í landi. Íslensk stjórnvöld og íslenskir alþingis- og sveitarstjórnamenn eru hér með hvött til að kynna sér starfsemi IVO. Sveitarfélög á Íslandi ættu nú að taka alvarlega þjónustuskyldu sína við fatlað fólk og kalla til þá sem nú eru á biðlista eftir lögbundinni þjónustu og gera með þeim áætlun um hvenær viðkomandi fái fullnægjandi þjónustu. Jafnhliða verður ríkisvaldið að ganga til samninga við sveitarfélög landsins um aukna hlutdeild þeirra í tekjum ríkissjóðs. Verði þetta ekki gert er fyrirséð að fatlað fólk og foreldrar þeirra muni í auknum mæli sækja rétt sinn í gegnum dómstóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 30. júní sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur þar sem tekist var á um réttmæti þess að neita fötluðum einstaklingi um lögbundna þjónustu á þeim forsendum að fjárheimildir þeirrar opinberu stofnunar sem þjónustuna átti að veita væru uppurnir. Í dómnum var fallist á það með stefnanda að umrædd höfnun á þjónustu væri brot á stjórnarskrárákvörðunarrétti til lágmarksaðstoðar samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar og gangi sá réttur framar fyrirmælum fjárlaga um greiðslur framlaga til umrædds verkefnis. Þessum dómi ákvað ríkisvaldið að áfrýja ekki til Hæstaréttar heldur una niðurstöðu hans sem réttmætri. Umrædd 76. grein stjórnarskrárinnar fjallar um að öllum sem þess þurfa, meðal annars vegna fötlunar, skuli tryggður í lögum réttur til lágmarksaðstoðar. Á Íslandi eru í gildi lög um málefni fatlaðs fólks sem hafa það að markmiði að tryggja þeim sem undir lögin heyra jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. Í sömu lögum er ákvæði um að fatlað fólk skuli eiga kost á félagslegri þjónustu sem geri því kleift að búa á eigin heimili. Jafnframt að fatlað fólk eigi rétt á þjónustu þar sem það kýs að búa. Staðreyndin er hins vegar sú að fatlað fólk þarf oft og tíðum að bíða í fullkominni óvissu í áraraðir eftir því að að fá notið þessarar lágmarksaðstoðar samfélagsins. Á þetta hafa hagsmunasamtök fatlaðs fólk bent margoft í gegnum tíðina. Álit RíkisendurskoðunarRíkisendurskoðun hefur líka tekið þetta mál upp við stjórnvöld. Í skýrslu sinni til Alþingis ágúst 2010 um þjónustu við fatlaða leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneyti verði að móta reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. Í athugasemdum ráðuneytisins við þessari ábendingu kemur fram að ráðuneytið sé sömu skoðunar en fjárheimildir komi í veg fyrir að slík áætlanagerð sé raunhæf. Í eftirfylgniskýrslu sinni til Alþingis frá 2014 ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri áherslu um skilgreindan hámarksbiðtíma og þar sem sveitarfélögin hafi nú tekið að sér uppbyggingu þjónustunnar sé það hlutverk núverandi velferðarráðuneytis að hafa eftirlit og fylgja því eftir að sveitarfélög virði hámarksbiðtíma. Landssamtökunum Þroskahjálp er ekki kunnugt um að Alþingi eða velferðarráðuneytið hafi í framhaldi af umræddri eftirfylgniskýrslu brugðist við samkvæmt ábendingu Ríkisendurskoðunar. Samtökin hafa því miður reynt það að ákvæði um lögbundna eftirlitsskyldu velferðarráðherra um að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga sé í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðs fólks er gagnslítið. Meðal annars hafa heilu þjónustusvæðin lagt niður lögbundna þjónustu og borið við skorti á fjármagni án þess að ráðherra hafi með opinberum hætti tekið afstöðu til þess. Það má einnig velta fyrir sér áhugaleysi þingmanna þar sem Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Er það ef til vill svo að samstaða þingmanna með flokkssystkinum sínum á sveitarstjórnastigi sé meiri en samstaða með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra? Sænska leiðinMálefni fatlaðs fólks eru um margt komin mun lengra í Svíþjóð en hér á landi, ekki síst réttarstaða fatlaðs fólks til lögbundinnar þjónustu. Þar í landi var árið 2013 sett á laggirnar sjálfstæð eftirlitsstofnun (IVO) með því að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á, til dæmis skv. lögum um stuðning og þjónustu við fatlað fólk (LSS). Í reglum eftirlitsstofnunarinnar er meðal annars að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli tilkynna eftirlitsstofnuninni ef einstaklingur sem sótt hefur um þjónustu og á rétt á henni hefur ekki fengið umbeðna þjónustu innan þriggja mánaða. Telji eftirlitsstofnunin að um ósanngjarnan drátt á því að veita viðkomandi þjónustu sé að ræða hefur hún heimild til að höfða bótamál gegn viðkomandi sveitarfélagi fyrir stjórnsýsludómstólum þar í landi. Íslensk stjórnvöld og íslenskir alþingis- og sveitarstjórnamenn eru hér með hvött til að kynna sér starfsemi IVO. Sveitarfélög á Íslandi ættu nú að taka alvarlega þjónustuskyldu sína við fatlað fólk og kalla til þá sem nú eru á biðlista eftir lögbundinni þjónustu og gera með þeim áætlun um hvenær viðkomandi fái fullnægjandi þjónustu. Jafnhliða verður ríkisvaldið að ganga til samninga við sveitarfélög landsins um aukna hlutdeild þeirra í tekjum ríkissjóðs. Verði þetta ekki gert er fyrirséð að fatlað fólk og foreldrar þeirra muni í auknum mæli sækja rétt sinn í gegnum dómstóla.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar