80.000 börn á Íslandi á flótta Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 1. september 2015 09:00 Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun