Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 11:30 Gylfi Þór í smá aðhlynningu á æfingu íslenska liðsins í Amsterdam í morgun. Vísir/Valli Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson á von á góðum stuðningi á Amsterdam Arena á fimmtudaginn. Hann finnur fyrir þreytu eftir öll hlaupin í sigri Swansea á Manchester United á sunnudaginn en verður klár í slaginn á fimmtudaginn. Hann segir alla pressuna vera á hollenska landsliðsinu. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands í fyrri leiknum. Hollendingar hugsa honum því væntnalega þeygjandi þörfina eftir þann leik líkt og knattstpyrnustjóri Manchester United, Hollendingurinn Louis van Gaal. Gylfi lagði upp annað markið í 2-1 sigri á lærisveinum Louis van Gaal á sunnudaginn. Í fyrra skoraði hann einmitt sigurmarkið í fyrsta leik þeirra rauðklæddu undir stjórn hollenska þjálfarans. „Það er smá þreyta sem er eðlilegt á öðrum degi eftir svona leik. En ég er í fínum málum, smá stirðleiki, en við erum með svo gott sjúkraþjálfarateymi sem hugsar vel um okkur. Ég verð klár á fimmtudaginn,“ segir Gylfi.Orðnir vanir góðum stuðningi Von er á þrjú þúsund íslenskum stuðningsmönnum til að keppa við þá 48 þúsund hollensku. Gylfi segir stuðninginn á leikjum okkar manna á útivelli hafa verið frábæran í síðustu undankeppni líkt og þessari. „Hvert sem við förum hefur alltaf verið mikið af fólki. Stúkan verður full af íslendingum sem er frábært og gott fyrir liðið. Það sýnir hve áhuginn er mikill á landsliðinu. Það er jákvætt og strákrarnrir taka það inn í leikinn.“ Íslenska liðið hefur farið á kostum undanfarin tvö ár. Ef finna ætti tvo verstu leikina væru það tveir síðustu útileikir gegn stórþjóðum. Annars vegar 2-0 tapið í umspili gegn Króötum í Zagreb fyrir HM 2014 og síðan 2-1 tapið gegn Tékklandi í Plzen.Getum varist í 90 mínútur „Við höfum farið yfir þessa leiki. Við fórum yfir Króatíuleikinn fyrir riðlakeppnina og hvað fór úrskeiðis þar,“ segir Gylfi. Strákarnir okkar hafi snúið tapinu í útileiknum gegn Tékkum yfir í sigur í heimaleiknum.„Við spiluðum ekki vel en unnum sem var mjög mikilvægt. Við vitum að Hollendingarnir verða meira með boltann eins og í fyrri leiknum,“ segir Gylfi meðvitaður um að íslenska liðið mun þurfa að verjast á löngu köflum í leiknum. „Við höfum sýnt að við getum varist í 90 mínútur og þurfum ekki mörg færi til að skora. Ég myndi taka 1-0 á útivelli,“ segir Gylfi sposkur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira