Íslenski boltinn

Rúnar Alex meiddur - Anton Ari kemur inn í hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Ari kom til Vals fyrir síðasta tímabil.
Anton Ari kom til Vals fyrir síðasta tímabil. vísir/vilhelm
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins í fótbolta, hefur kallað Anton Ara Einarsson, markvörð Vals, inn í landsliðshópinn vegna meiðsla Rúnars Alex Rúnarssonar.

Íslenska liðið mætir Frakklandi 5. september og Norður-Írlandi þremur dögum seinna í undankeppni EM 2017. Ljóst er að Rúnar Alex, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, verður ekki með Íslandi í þessum leikjum en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins á undanförnum árum.

Það kemur því annað hvort í hlut Antons Ara, Ólafs Íshólms Ólafssonar, markvarðar Fylkis, eða Frederiks Schram, markvarðar Vestsjælland, að verja mark Íslands í þessum tveimur leikjum.

Anton Ari, sem er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, hefur leikið þrjá leiki með Val í Pepsi-deildinni í sumar.


Tengdar fréttir

Tveir nýliðar hjá Eyjólfi

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Norður-Írum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×