Innlent

Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks

Atli Ísleifsson skrifar
Úr sal borgarstjórnar Reykjavíkur.
Úr sal borgarstjórnar Reykjavíkur. Vísir/Stefán
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag þverpólitíska tillögu um að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks.

Tillagan var samþykkt með einni hjásetu, en það var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá.

Tillagan er svohljóðandi:

„Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól.

Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×