Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena.
Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum.

Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam.
Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini.
Líklegt byrjunarlið á morgun:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðvörður: Kári Árnason
Miðvörður: Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson
Miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Vinstri kantur: Birkir Bjarnason
Framherji: Jón Daði Böðvarsson
Framherji: Kolbeinn Sigþórsson