Cronenberg gríðarstór biti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2015 07:30 Cronenberg er gjarnan kallaður barón blóðsins. Vísir/Getty David Cronenberg er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur verið starfandi leikstjóri frá árinu 1966. Myndirnar sem sýndar verða í maraþoninu eru nokkrar af eldri hrollvekjum Cronenbergs, Rabid frá árinu 1977, Brood frá árinu 1979 og hin klassíska The Fly frá árinu 1986 verður sýnd á miðnætti. Fjallað verður stuttlega um hvert verk fyrir sýningu en umfjöllunarefni myndanna er allt frá óhugnanlegum aukaverkunum í kjölfar skurðaðgerðar, sálfræðingi sem prufar nýjar aðferðir á sjúklingum sínum og vísindamanni sem breytist í flugu en myndir hans fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Hann er eitt af stærstu nöfnunum sem komið hafa sem heiðursgestir á RIFF, alveg gríðarstór biti,“ segir Gunnar Hansson kynningarfulltrúi hátíðarinnar í ár. Á miðnæturmaraþoninu, sem fram fer þann 25. september í Bíó Paradís verða þrjár af myndum Cronenberg sýndar. innig verður svokallað Q&A þar sem leikstjórinn svara spurningum áhorfenda en nánar verður tilkynnt um tímasetningu þess síðar.Kvikmyndin The Fly er frá árinu 1986 og verður sýnd á miðnætti á Cronenberg maraþonsýningunni á RIFF.„Hann hefur lýst yfir áhuga á að koma hingað. Við verðum bara að fá hann til þess að gera hryllingsmynd á Íslandi. Það liggur svona beinast við,“ segir Gunnar og hlær. Hann segir það hafa verið talsverða áskorun að velja einungis þrjár myndir til að sýna á marþoninu, enda af nægu að taka. „Það var úr vöndu að velja. Þetta er náttúrulega Midnight Madness og við ætlum að enda á The Fly, hún mun kannski ræna fólk svefninum þessa nótt,“ segir Gunnar og bætir við að Cronenberg sé sérstaklega laginn við að skapa andrúmsloft sem halda áhorfendanum föngnum. Þann 30. september mun leikstjórinn Marteinn Þórsson stjórna Meistaraspjalli við Cronenberg í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem hefst klukkan 13.00. „Ég stjórna umræðunni eitthvað, kynni hann og fer aðeins fyrir ferilinn. Ég ætla nú að leyfa honum bara að tjá sig. Maður þarf ekekrt að draga úr honum svörin. Hann er vel lesinn. Gáfaður maður og viðkunnalegur," segir Marteinn sem segir vissulega spennandi fyrir kvikmyndaáhugamenn að fá tækifæri til þess að spyrja leikstjórann spjörunum úr. RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðunni Riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir RIFF kynnir 40 kvikmyndir sem verða á hátíðinni Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett þann 24. september næstkomandi og nú þegar akkúrat 4 vikur eru til hátíðar eru kynntar 40 myndir sem verða á dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur. 28. ágúst 2015 13:46 Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. 1. september 2015 19:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
David Cronenberg er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur verið starfandi leikstjóri frá árinu 1966. Myndirnar sem sýndar verða í maraþoninu eru nokkrar af eldri hrollvekjum Cronenbergs, Rabid frá árinu 1977, Brood frá árinu 1979 og hin klassíska The Fly frá árinu 1986 verður sýnd á miðnætti. Fjallað verður stuttlega um hvert verk fyrir sýningu en umfjöllunarefni myndanna er allt frá óhugnanlegum aukaverkunum í kjölfar skurðaðgerðar, sálfræðingi sem prufar nýjar aðferðir á sjúklingum sínum og vísindamanni sem breytist í flugu en myndir hans fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Hann er eitt af stærstu nöfnunum sem komið hafa sem heiðursgestir á RIFF, alveg gríðarstór biti,“ segir Gunnar Hansson kynningarfulltrúi hátíðarinnar í ár. Á miðnæturmaraþoninu, sem fram fer þann 25. september í Bíó Paradís verða þrjár af myndum Cronenberg sýndar. innig verður svokallað Q&A þar sem leikstjórinn svara spurningum áhorfenda en nánar verður tilkynnt um tímasetningu þess síðar.Kvikmyndin The Fly er frá árinu 1986 og verður sýnd á miðnætti á Cronenberg maraþonsýningunni á RIFF.„Hann hefur lýst yfir áhuga á að koma hingað. Við verðum bara að fá hann til þess að gera hryllingsmynd á Íslandi. Það liggur svona beinast við,“ segir Gunnar og hlær. Hann segir það hafa verið talsverða áskorun að velja einungis þrjár myndir til að sýna á marþoninu, enda af nægu að taka. „Það var úr vöndu að velja. Þetta er náttúrulega Midnight Madness og við ætlum að enda á The Fly, hún mun kannski ræna fólk svefninum þessa nótt,“ segir Gunnar og bætir við að Cronenberg sé sérstaklega laginn við að skapa andrúmsloft sem halda áhorfendanum föngnum. Þann 30. september mun leikstjórinn Marteinn Þórsson stjórna Meistaraspjalli við Cronenberg í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem hefst klukkan 13.00. „Ég stjórna umræðunni eitthvað, kynni hann og fer aðeins fyrir ferilinn. Ég ætla nú að leyfa honum bara að tjá sig. Maður þarf ekekrt að draga úr honum svörin. Hann er vel lesinn. Gáfaður maður og viðkunnalegur," segir Marteinn sem segir vissulega spennandi fyrir kvikmyndaáhugamenn að fá tækifæri til þess að spyrja leikstjórann spjörunum úr. RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðunni Riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir RIFF kynnir 40 kvikmyndir sem verða á hátíðinni Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett þann 24. september næstkomandi og nú þegar akkúrat 4 vikur eru til hátíðar eru kynntar 40 myndir sem verða á dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur. 28. ágúst 2015 13:46 Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. 1. september 2015 19:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
RIFF kynnir 40 kvikmyndir sem verða á hátíðinni Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett þann 24. september næstkomandi og nú þegar akkúrat 4 vikur eru til hátíðar eru kynntar 40 myndir sem verða á dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur. 28. ágúst 2015 13:46
Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. 1. september 2015 19:30