Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 4. september 2015 07:00 Íslenska liðið fagnar hér sigurmarki leiksins. Vísir/Valli Sögulegur 1-0 sigur Íslands á Hollandi í gær nánast gulltryggði sætið á EM. Íslenska liðinu nægir nú eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum til að komast á sitt fyrsta stórmót. Litla Ísland gerði líka í gær það sem engri knattspyrnuþjóð hefur tekist áður hvort sem það var að taka sex stig af Hollendingum í undankeppni stórmóts eða vera fyrsta þjóðin til að vinna hollenska landsliðið á Amsterdam Arena í undankeppni stórmóts. Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi hollenska liðið alveg eins og í fyrri leiknum, þá með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en nú með marki úr vítaspyrnu á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Hollendingar misstu nánasta öll helstu vopnin úr höndunum á átta mínútna kafla í fyrri hálfleiknum þegar Arjen Robben fór útaf meiddur og Bruno Martins var rekinn af velli fyrir að slá Kolbein Sigþórsson.Hátt uppi eftir sigurinn „Við erum auðvitað mjög hátt uppi eftir þennan sigur enda örugglega mesta afrekið í sögu íslensk fótbolta. Við vorum heppnir að verða manni fleiri en við spiluðum leikinn eins og við vildum spila hann. Okkar leikmenn eiga mikið hrós fyrir að spila tvo leiki á móti einu besta sóknarliði Evrópu án þess að fá á sig mark. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Staðan er vissulega frábær. Ísland situr áfram á toppi riðilsins og er nú með átta stiga forskot á Hollendinga sem sitja áfram súrir í þriðja sæti riðilsins. Tyrkir töpuðu á sama tíma stigum á móti Lettlandi og það eru bara Tékkland og Hollands sem geta náð íslenska liðinu. Eitt stig á móti Kasakstan á sunnudaginn nægir til að koma Íslandi á EM. Holland getur þá bara náð Íslandi að stigum en verður alltaf neðar á verri stöðu í innbyrðisleikjum. Féllu með íslenska liðinu Hlutirnir féllu vissulega með íslenska landsliðinu á Amsterdam Arena en menn skapa sér sína eigin heppni með skipulagningu, dugnaði og trú. Það var nóg af öllu slíku innan íslenska landsliðsins í miðju aðalvígi hollenska fótboltans. Leikurinn snérist á hvolf á ótrúlegum átta mínútna kafla sem endaði með að Bruno Martins fékk að líta rauða spjaldið á 33. mínútu. Átta mínútum áður hafði Robben yfirgefið völlinn meiddur. Á örfáum mínútum höfðu Hollendingarnir þar með bæði misst sinn besta mann (Arjen Robben) og öflugasta miðvörð (Bruno Martins) af velli. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn gamall þegar Birkir Bjarnason fiskaði víti og Gylfi kláraði dæmið og skoraði framhjá Jasper Cillessen markverði og baulandi stúku. Það reyndist vera eina mark leiksins. Þurfum einn sigur enn Það heyrðist meira og meira í íslensku áhorfendunum sem virtust svífa hreinlega á skýi í stúkunni enda stórir hlutir að gerast. „Okkar bíður erfiður og gjörólíkur leikur heima á móti Kasakstan eftir þrjá daga. Það væri afar gott að fá sér bjór í kvöld en við þurfum að halda báðum fótum á jörðinni og fara að hugsa um hinn leikinn. Staðreyndin er að við þurfum einn sigur í viðbót til að komast á EM og byrjum strax að undirbúa leikinn við Kasakstan,“ sagði Heimir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Sögulegur 1-0 sigur Íslands á Hollandi í gær nánast gulltryggði sætið á EM. Íslenska liðinu nægir nú eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum til að komast á sitt fyrsta stórmót. Litla Ísland gerði líka í gær það sem engri knattspyrnuþjóð hefur tekist áður hvort sem það var að taka sex stig af Hollendingum í undankeppni stórmóts eða vera fyrsta þjóðin til að vinna hollenska landsliðið á Amsterdam Arena í undankeppni stórmóts. Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi hollenska liðið alveg eins og í fyrri leiknum, þá með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en nú með marki úr vítaspyrnu á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Hollendingar misstu nánasta öll helstu vopnin úr höndunum á átta mínútna kafla í fyrri hálfleiknum þegar Arjen Robben fór útaf meiddur og Bruno Martins var rekinn af velli fyrir að slá Kolbein Sigþórsson.Hátt uppi eftir sigurinn „Við erum auðvitað mjög hátt uppi eftir þennan sigur enda örugglega mesta afrekið í sögu íslensk fótbolta. Við vorum heppnir að verða manni fleiri en við spiluðum leikinn eins og við vildum spila hann. Okkar leikmenn eiga mikið hrós fyrir að spila tvo leiki á móti einu besta sóknarliði Evrópu án þess að fá á sig mark. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Staðan er vissulega frábær. Ísland situr áfram á toppi riðilsins og er nú með átta stiga forskot á Hollendinga sem sitja áfram súrir í þriðja sæti riðilsins. Tyrkir töpuðu á sama tíma stigum á móti Lettlandi og það eru bara Tékkland og Hollands sem geta náð íslenska liðinu. Eitt stig á móti Kasakstan á sunnudaginn nægir til að koma Íslandi á EM. Holland getur þá bara náð Íslandi að stigum en verður alltaf neðar á verri stöðu í innbyrðisleikjum. Féllu með íslenska liðinu Hlutirnir féllu vissulega með íslenska landsliðinu á Amsterdam Arena en menn skapa sér sína eigin heppni með skipulagningu, dugnaði og trú. Það var nóg af öllu slíku innan íslenska landsliðsins í miðju aðalvígi hollenska fótboltans. Leikurinn snérist á hvolf á ótrúlegum átta mínútna kafla sem endaði með að Bruno Martins fékk að líta rauða spjaldið á 33. mínútu. Átta mínútum áður hafði Robben yfirgefið völlinn meiddur. Á örfáum mínútum höfðu Hollendingarnir þar með bæði misst sinn besta mann (Arjen Robben) og öflugasta miðvörð (Bruno Martins) af velli. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn gamall þegar Birkir Bjarnason fiskaði víti og Gylfi kláraði dæmið og skoraði framhjá Jasper Cillessen markverði og baulandi stúku. Það reyndist vera eina mark leiksins. Þurfum einn sigur enn Það heyrðist meira og meira í íslensku áhorfendunum sem virtust svífa hreinlega á skýi í stúkunni enda stórir hlutir að gerast. „Okkar bíður erfiður og gjörólíkur leikur heima á móti Kasakstan eftir þrjá daga. Það væri afar gott að fá sér bjór í kvöld en við þurfum að halda báðum fótum á jörðinni og fara að hugsa um hinn leikinn. Staðreyndin er að við þurfum einn sigur í viðbót til að komast á EM og byrjum strax að undirbúa leikinn við Kasakstan,“ sagði Heimir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi. 3. september 2015 21:34
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30