Erlent

Snowden segir fráleitt að gögnin á tölvupóstþjóni Clinton hafi verið örugg

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Edward Snowden að óbreyttur starfsmaður hefði verið saksóttur fyrir að meðhöndla upplýsingar með sama hætti.
Edward Snowden að óbreyttur starfsmaður hefði verið saksóttur fyrir að meðhöndla upplýsingar með sama hætti. vísir/EPA
Edward Snowden segir það algjörlega fáránlegt að tölvupóstsamskipti Hillary Clinton frá þeim tíma sem hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi verið örugg þar sem hún geymdi þau á póstþjóni á eigin heimili.

Í samtali við Al-Jazeera segir Snowden að ef óbreyttur starfsmaður í ráðuneytinu eða leyniþjónustunni sendi upplýsingar á borð við þær, sem talið er að séu á meðal þess sem fór um tölvupóstþjón Clinton, yrði sá hinn sami ekki bara rekinn heldur líklega sóttur til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×