Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. Um tíu þúsund manns voru á vellinum og slógu öll íslensk hjörtu í takt.
Íslenska liðið mætir Kasakstan í undankeppni EM á Laugardalsvellinum og stendur leikurinn yfir. Liðið þarf aðeins eitt stig til að gulltryggja farseðilinn til Frakklands.
Hér að neðan má horfa á upptöku frá þjóðsöng Íslands á Laugardalsvellinum í kvöld. Njótið.
