Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 20:42 Úr leiknum í kvöld Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti „Þetta er bara hundfúlt“ Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Myndaveisla frá Íslandsmeistarafögnuði Blika Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti „Þetta er bara hundfúlt“ Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Myndaveisla frá Íslandsmeistarafögnuði Blika Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29