Grótta varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrra og Seltirningum var spáð efsta sætinu í Olís-deild kvenna í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Sunna María Einarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir komu næstar með fimm mörk hvor.
Morgan Marie Þorkelsdóttir skoraði mest fyrir Val, eða fjögur mörk.
Mörk Gróttu:
Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Lovísa Thompson 2, Arndís María Erlingsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdóttir 1, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 1.
Mörk Vals:
Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Bryndís Elín Halldórsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.


