Fótbolti

Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórður Ingason, markvörður Fjölnismanna.
Þórður Ingason, markvörður Fjölnismanna. Vísir/Vilhelm
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla, leikur ekki síðustu fjóra leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar vegna agabrots en þetta staðfesti Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fotbolti.net í dag.

Þórður var settur í agabann fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni í 18. umferð en Ágúst staðfesti í dag að agabannið myndi endast út tímabilið. Óvissa er um framtíð hans hjá félaginu en hann verður samningslaus í lok tímabilsins.

„Hann er kominn í leyfi og verður ekki meira með á tímabilinu. Hann braut agareglurnar og við tækluðum það þannig að hann sé kominn í leyfi og er að vinna í sínum málum," sagði Ágúst í samtali við Fotbolti.net.

Steinar Örn Gunnarsson mun því standa vaktina í markinu hjá Fjölnismönnum síðustu fjóra leiki tímabilsins en liðið siglir lygnan sjó um miðja deild, átta stigum frá Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×