NBA-veisla í íslenska teignum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 07:00 Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira