„Því miður verður Emil ekki með okkur, hann meiddist í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé og missir fyrir vikið allaveganna af leiknum gegn Hollandi,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfara íslenska landsliðsins, í samtali við Kolbein Tuma Daðason frá Amsterdam, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fyrsta æfing íslenska liðsins fór fram í dag en leikmenn liðsins sem léku leik um helgina tóku aðeins létta æfingu.
„Það er auðvitað slæmt að missa jafn góðan leikmann og Emil. Þú vilt hafa alla leikmenn þína klára og þetta breytir örlítið undirbúningnum stuttu fyrir leik en svona er þetta bara. Öll lið þurfa að takast á við meiðsli.“