Með Hallgrímskirkju á sköflungnum Vera Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:45 Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá kirkjunni á hverjum degi á leið í skólann. Hann er mikill 101-maður og fannst tilvalið að skella henni á sig. MYND/ANTON Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“ Húðflúr Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“
Húðflúr Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira