Erlent

Horfði á áróðursmyndband áður en hann hóf árás

Samúel Karl Ólason skrifar
Francois Molins, saksóknari.
Francois Molins, saksóknari. Vísir/AFP
Yfirvöld í Frakklandi líta nú formlega á árásartilraun Ayoub El-Khazzani sem hryðjuverk. Hann hafði horft á áróðursmyndband íslamista einungis nokkrum mínútum áður en hann hóf árás sína. Farþegar lestarinnar stöðvuðu þó Khazzani, sem var vopnaður riffli, skammbyssu, hníf og var hann með flösku af bensíni.

Hann var stöðvaður af þremur Bandaríkjamönnum og einum Breta. Annar maður hafði áður reynt að stöðva Khazzani en varð fyrir skoti og er á sjúkrahúsi. Mennirnir hafa verið hylltir sem hetjur í Frakklandi og sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, að þeir hafi komið í veg fyrir blóðbað.

Francois Molin, saksóknari, segir að Khazzani hafi verið vopnaður AKM riffli og með 270 skot auk annarra vopna. Hann sagðist hafa fundið vopnin í poka í almenningsgarði í Brussel og að hann hafi ætlað að ræna farþega lestarinnar. Samkvæmt lögfræðingi sínum sagði hann að áætlun hans hefði ekki verið að fremja hryðjuverk.

Molins segir hins vegar að sími Khazzani hafi fundist um borð í lestinni. Við skoðun hans hafi komið í ljós að skömmu áður en hann hóf árás sína horfði Khazzani á áróðursmyndband þar sem múslímar eru hvattir til að berjast og „verja spámanninn“, eins og Molins orðaði það.


Tengdar fréttir

Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn

Mildi þykir að aðeins þrír særðust í árás vopnaðs manns á franska hraðlest í gær. Bandarískir hermenn í lestinni forðuðu því að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×