„Ólympíulágmarkið gæti komið í næsta hlaupi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2015 10:06 Aníta á harðaspretti í Kína í nótt. Vísir/AFP Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15