Kvef eða lungnabólga? skjóðan skrifar 26. ágúst 2015 15:00 vísir/afp Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun