„Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 16:45 Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“ Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“
Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25
Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15