Viðskipti innlent

Íslenski fótboltaleikurinn Kickoff CM kemur út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Digon Games Þeir Jón Fjörnir Thoroddsen og Guðni R. Gíslason hafa unnið að útgáfu leikjarins.
Digon Games Þeir Jón Fjörnir Thoroddsen og Guðni R. Gíslason hafa unnið að útgáfu leikjarins.
Nýr tölvuleikur, Kickoff CM, kemur út í dag og er það íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Digon Games sem gefur leikinn út.

„Það er virkilega ánægjulegt að geta komið leiknum á framfæri við Íslendinga. Þetta er fyrsta skrefið í markaðssetningu leiksins af okkar hálfu og hlökkum við til að sjá viðbrögðin við leiknum á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon Games.

„Leikurinn er eins og stendur á ensku og ég myndi segja að þeir markaðir sem við erum að horfa á væru England og Bandaríkin, en sá síðarnefndi er mjög spennandi fyrir okkur. Þar eru fáir svona leikir en áhuginn á knattspyrnu er að vaxa alveg gríðarlega mikið. Meira mætt á leikina og betri knattspyrnumenn að spila þar.“

Digon Games er stofnað um þennan umrædda leik og Jón segir að skipta megi vinnunni í tvennt. Fyrst hafi verið hannaður nokkuð hefðbundinn knattspyrnustjóraleikur. Síðan hafi sá leikur verið þróaður áfram að spilaranum. „Síðan hefur hugbúnaðarþróunin tekið um tvö ár,“ segir Jón. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×