Alþingi Íslendinga hækki lífeyri aldraðra strax jafn mikið og lágmarkslaun Björgvin Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á Alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með Alþingi í þessu máli og álit Alþingis mundi stóraukast.Algert lágmark fyrir lífeyrisþega Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa í dag 225 þúsund krónur á mánuði frá TR fyrir skatt og 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Við leiðréttingu Alþingis mundi þessi upphæð hækka í 256 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og 211 þúsund eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Skatturinn tekur sitt og ellilífeyrisþeginn heldur aðeins hluta af hækkuninni. Í rauninni erum við hér að tala um algert lágmark til þess að lifa af fyrir einstakling. Ef húsnæðiskostnaður er hár dugar þetta ekki. Það þarf til viðbótar að koma aðstoð frá sveitarfélagi. Lífeyrir TR til lífeyrisþega á að vera skattfrjáls. Alþingi þyrfti einnig að samþykkja, að næstu 3 árin fengju aldraðir og öryrkjar sömu hækkun og láglaunafólk, þ.e. hækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði eins og láglaunafólk á að fá.Eiga rétt á þessu samkvæmt stjórnarskránni Við erum hér að tala um einhleypa lífeyrisþega en síðan ættu aðrir aldraðir og öryrkjar að hækka tilsvarandi samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, hafa skert kjör aldraðra og öryrkja á miðju ári. Á sama hátt getur Alþingi hvenær sem er ársins hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja. Það skiptir engu máli þó ekki sé lokið afgreiðslu nýrra fjárlaga. Stjórnarskráin er æðri fjárlögum og öllum öðrum lögum. Og samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða þá, sem þurfa aðstoð vegna elli og örorku. Sannanlega þurfa þeir aldraðir og öryrkjar, sem verst eru staddir aðstoð. Það er engin spurning, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa tekjur frá TR, eiga rétt á aðstoð samkvæmt stjórnarskránni. Þeir hefðu hins vegar átt að fá hana miklu fyrr. Sama gildir um þá, sem eru með mjög lágan lífeyri úr lífeyrisssjóði.Best að miða við lágmarkslaun Ï tengslum við þetta mál ætti Alþingi ef til vill einnig að samþykkja á ný eldri viðmiðun fyrir breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja, þ.e að miða ætti við breytingar á lágmarkslaunum verkafólks, þegar lífeyri væri breytt. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét breyta þessari viðmiðun þannig, að nú á að miða við launaþróun í stað lágmarkslauna en lífeyrir þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Hann lýsti því yfir í tengslum við þessa breytingu, að hún yrði hagstæðari lífeyrisþegum en eldra ákvæði. Það hafa seinni tíma stjórnmálamenn ekki viljað viðurkenna. Þeir hafa verið að reikna út minni hækkun fyrir lífeyrisþega en láglaunamenn hafa fengið. Því er einfaldast að færa orðalagið til fyrra horfs svo ekki þurfi að deila um viðmiðunina.Alþingi sameinist um afgreiðsluna Það er ekki oft, sem Alþingi sameinast um afgreiðslu mála. Oftast fær almenningur þá mynd af Alþingi, að þar sé hver höndin upp á móti annarri. En nú gefst Alþingi tækifæri til þess að sameinast um mikið sanngirnis- og réttlætismál og skapa jákvæðari mynd af störfum þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á Alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með Alþingi í þessu máli og álit Alþingis mundi stóraukast.Algert lágmark fyrir lífeyrisþega Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa í dag 225 þúsund krónur á mánuði frá TR fyrir skatt og 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Við leiðréttingu Alþingis mundi þessi upphæð hækka í 256 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og 211 þúsund eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Skatturinn tekur sitt og ellilífeyrisþeginn heldur aðeins hluta af hækkuninni. Í rauninni erum við hér að tala um algert lágmark til þess að lifa af fyrir einstakling. Ef húsnæðiskostnaður er hár dugar þetta ekki. Það þarf til viðbótar að koma aðstoð frá sveitarfélagi. Lífeyrir TR til lífeyrisþega á að vera skattfrjáls. Alþingi þyrfti einnig að samþykkja, að næstu 3 árin fengju aldraðir og öryrkjar sömu hækkun og láglaunafólk, þ.e. hækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði eins og láglaunafólk á að fá.Eiga rétt á þessu samkvæmt stjórnarskránni Við erum hér að tala um einhleypa lífeyrisþega en síðan ættu aðrir aldraðir og öryrkjar að hækka tilsvarandi samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, hafa skert kjör aldraðra og öryrkja á miðju ári. Á sama hátt getur Alþingi hvenær sem er ársins hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja. Það skiptir engu máli þó ekki sé lokið afgreiðslu nýrra fjárlaga. Stjórnarskráin er æðri fjárlögum og öllum öðrum lögum. Og samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða þá, sem þurfa aðstoð vegna elli og örorku. Sannanlega þurfa þeir aldraðir og öryrkjar, sem verst eru staddir aðstoð. Það er engin spurning, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa tekjur frá TR, eiga rétt á aðstoð samkvæmt stjórnarskránni. Þeir hefðu hins vegar átt að fá hana miklu fyrr. Sama gildir um þá, sem eru með mjög lágan lífeyri úr lífeyrisssjóði.Best að miða við lágmarkslaun Ï tengslum við þetta mál ætti Alþingi ef til vill einnig að samþykkja á ný eldri viðmiðun fyrir breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja, þ.e að miða ætti við breytingar á lágmarkslaunum verkafólks, þegar lífeyri væri breytt. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét breyta þessari viðmiðun þannig, að nú á að miða við launaþróun í stað lágmarkslauna en lífeyrir þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Hann lýsti því yfir í tengslum við þessa breytingu, að hún yrði hagstæðari lífeyrisþegum en eldra ákvæði. Það hafa seinni tíma stjórnmálamenn ekki viljað viðurkenna. Þeir hafa verið að reikna út minni hækkun fyrir lífeyrisþega en láglaunamenn hafa fengið. Því er einfaldast að færa orðalagið til fyrra horfs svo ekki þurfi að deila um viðmiðunina.Alþingi sameinist um afgreiðsluna Það er ekki oft, sem Alþingi sameinast um afgreiðslu mála. Oftast fær almenningur þá mynd af Alþingi, að þar sé hver höndin upp á móti annarri. En nú gefst Alþingi tækifæri til þess að sameinast um mikið sanngirnis- og réttlætismál og skapa jákvæðari mynd af störfum þingsins.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar