Fíkniefnaleitin í FB: „Verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 21:47 Frá aðgerðum lögreglu í FB í dag. vísir Björgvin Mýrdal, stjórnarmaður í Snarrótinni, samtökum um borgaraleg réttindi, gagnrýnir harðlega fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti í dag áður en þeir héldu í nýnemaferð. „Þarna er fullorðið fólk svo röngu megin við línuna að manni finnst það hálfskondið. Það er eins og þau átti sig ekki á því að svona aðferðir hafa þveröfug áhrif á þessa krakka. Þarna er verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri sem er margsinnis búið að sýna fram á að skili ekki tilætluðum árangri. Þetta er bara lýðskrum,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir leit af þessu tagi hafa allt öðruvísi afleiðingar en fólk haldi. Tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Ef að ungt fólk á við einhvern vanda að etja þá getur það engan veginn bætt ástandið að vera að beita lögreglu eða einhverju valdi. Það hefur sýnt sig að þegar leitarhundar eru notaðir þá hættir fólk einfaldlega að nota efni sem hundarnir greina, og fer í staðinn til dæmis að nota læknadóp. Þá höfum við líka séð þróun, eins og á tónlistarhátíðum þar sem hundar leita á fólki, að neysla á sterkum efnum hefur aukist. Svona aðferðir breyta því neyslumynstri til hins verra. Þar fyrir utan er alveg skýrt að það er verið að brjóta á réttindum krakkanna.“Björgvin Mýrdal.mynd/ásta sifÞá finnst Björgvini aðgerðir lögreglu undanfarið, til dæmis í dag, á Extreme Chill Festival og á þjóðhátíð undarlegar í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem skoða á hvort afglæpavæða eigi neysluskammta fíkniefna.Telur leitina brot á friðhelgi einkalífs Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, telur leitina í dag hafa verið ólögmæta, meðal annars með vísan til friðhelgi einkalífs nemendanna. Aðgerðin beindist að ferðabúnum nýnemum í skólanum sem gefi til kynna að þeir sem leitað hafi verið á hafi verið ólögráða ungmenni. Til þess að aðgerðin hefði getað talist lögmæt rannsóknaraðgerð gagnvart þeim í skilningi sakamálalaga hefði úrskurður dómara þurft að liggja fyrir eða samþykki lögráðamanna. Ekkert hafi komið fram um að slíkt hafi verið fyrir hendi.Björg Valgeirsdóttir, lögmaðurmynd/björg valgeirsdóttirÞar að auki megi ekki jafna hugsanlegri þögn lögráða nemenda til fullnægjandi samþykkis fyrir leitinni og breytir beiðni skólastjórnenda um leitina engu þar um. Leitin geti ekki þar að auki ekki talist lögmæt með vísan til undanþáguákvæðis sakamálalaga um leit á almannafæri. Vísar Björg til álits umboðsmanns Alþingis frá árinu 2010 þegar hann tók til frumkvæðisathugunar fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum í matsal Tækniskólans. Var niðurstaða umboðsmanns sú að lagagrundvöll hefði skort fyrir leitinni auk þess sem nemendur hefðu mátt vænta þess að njóta friðhelgi einkalífs í skólanum. Leitin hefði brotið á þeirri friðhelgi þar sem ekki hafi verið um almannarými að ræða í skilningi laganna. „Ég tel að þessi mál séu algjörlega hliðstæð. Ég get ekki séð að það sé munur á því að leita á skólalóð þar sem nemendur bíða eftir rútu til að fara í skólaferðalag eða inni í skólanum sjálfum. Allt sé þetta umráðasvæði skólans sem veldu því að nemendur eigi að geta vænst þess að njóta þar nokkurs friðar um lífshætti sína og einkahagi gagnvart afskiptum stjórnvalda“ segir Björg í samtali við Vísi. Leitin í FB hefur vakið mikla athygli og velti tónlistarmaðurinn Logi Pedro því fyrir sér á Twitter í dag hvað hefði gerst ef einhver fíkniefni hefðu fundist.Þetta er ótrúlega sturlað. Hvað ef það hefðu fundist fíkniefni? Brottrekstur úr skóla og sakaskrá? Það lagar allt. https://t.co/3mWYoera3h— Logi Pedro (@logifknpedro) August 28, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Björgvin Mýrdal, stjórnarmaður í Snarrótinni, samtökum um borgaraleg réttindi, gagnrýnir harðlega fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti í dag áður en þeir héldu í nýnemaferð. „Þarna er fullorðið fólk svo röngu megin við línuna að manni finnst það hálfskondið. Það er eins og þau átti sig ekki á því að svona aðferðir hafa þveröfug áhrif á þessa krakka. Þarna er verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri sem er margsinnis búið að sýna fram á að skili ekki tilætluðum árangri. Þetta er bara lýðskrum,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir leit af þessu tagi hafa allt öðruvísi afleiðingar en fólk haldi. Tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Ef að ungt fólk á við einhvern vanda að etja þá getur það engan veginn bætt ástandið að vera að beita lögreglu eða einhverju valdi. Það hefur sýnt sig að þegar leitarhundar eru notaðir þá hættir fólk einfaldlega að nota efni sem hundarnir greina, og fer í staðinn til dæmis að nota læknadóp. Þá höfum við líka séð þróun, eins og á tónlistarhátíðum þar sem hundar leita á fólki, að neysla á sterkum efnum hefur aukist. Svona aðferðir breyta því neyslumynstri til hins verra. Þar fyrir utan er alveg skýrt að það er verið að brjóta á réttindum krakkanna.“Björgvin Mýrdal.mynd/ásta sifÞá finnst Björgvini aðgerðir lögreglu undanfarið, til dæmis í dag, á Extreme Chill Festival og á þjóðhátíð undarlegar í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem skoða á hvort afglæpavæða eigi neysluskammta fíkniefna.Telur leitina brot á friðhelgi einkalífs Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, telur leitina í dag hafa verið ólögmæta, meðal annars með vísan til friðhelgi einkalífs nemendanna. Aðgerðin beindist að ferðabúnum nýnemum í skólanum sem gefi til kynna að þeir sem leitað hafi verið á hafi verið ólögráða ungmenni. Til þess að aðgerðin hefði getað talist lögmæt rannsóknaraðgerð gagnvart þeim í skilningi sakamálalaga hefði úrskurður dómara þurft að liggja fyrir eða samþykki lögráðamanna. Ekkert hafi komið fram um að slíkt hafi verið fyrir hendi.Björg Valgeirsdóttir, lögmaðurmynd/björg valgeirsdóttirÞar að auki megi ekki jafna hugsanlegri þögn lögráða nemenda til fullnægjandi samþykkis fyrir leitinni og breytir beiðni skólastjórnenda um leitina engu þar um. Leitin geti ekki þar að auki ekki talist lögmæt með vísan til undanþáguákvæðis sakamálalaga um leit á almannafæri. Vísar Björg til álits umboðsmanns Alþingis frá árinu 2010 þegar hann tók til frumkvæðisathugunar fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum í matsal Tækniskólans. Var niðurstaða umboðsmanns sú að lagagrundvöll hefði skort fyrir leitinni auk þess sem nemendur hefðu mátt vænta þess að njóta friðhelgi einkalífs í skólanum. Leitin hefði brotið á þeirri friðhelgi þar sem ekki hafi verið um almannarými að ræða í skilningi laganna. „Ég tel að þessi mál séu algjörlega hliðstæð. Ég get ekki séð að það sé munur á því að leita á skólalóð þar sem nemendur bíða eftir rútu til að fara í skólaferðalag eða inni í skólanum sjálfum. Allt sé þetta umráðasvæði skólans sem veldu því að nemendur eigi að geta vænst þess að njóta þar nokkurs friðar um lífshætti sína og einkahagi gagnvart afskiptum stjórnvalda“ segir Björg í samtali við Vísi. Leitin í FB hefur vakið mikla athygli og velti tónlistarmaðurinn Logi Pedro því fyrir sér á Twitter í dag hvað hefði gerst ef einhver fíkniefni hefðu fundist.Þetta er ótrúlega sturlað. Hvað ef það hefðu fundist fíkniefni? Brottrekstur úr skóla og sakaskrá? Það lagar allt. https://t.co/3mWYoera3h— Logi Pedro (@logifknpedro) August 28, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03