Héraðsdómur kvað upp dóm sinn þann 15. júlí síðastliðinn en málið fékk flýtimeðferð fyrir héraði og sömuleiðis nú fyrir Hæstarétti. Verkfallsaðgerðir BHM höfðu staðið yfir í tæplega tíu vikur þegar lög voru sett á verkfallið þann 11. júní.
Gerðardómur var í kjölfarið skipaður en hann hefur frest til 15. ágúst til að ákvarða kjör og kaup félagsmanna BHM.
