Sport

Phelps bætti besta tíma ársins í 200 m fjórsundi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einn af bestu íþróttamönnum sögunnar, Michael Phelps.
Einn af bestu íþróttamönnum sögunnar, Michael Phelps. Vísir/Getty
Sundkappinn Michael Phelps virðist vera kominn aftur í sitt besta form en hann fylgdi eftir besta tíma ársins í 100 metra flugsundi í gær með því að sigra í 200 metra fjórsundi í dag. Lauk hann sundinu á besta tíma ársins í greininni en þetta er í þriðja greinin sem hann á besta tíma ársins.

Phelps sem er einn sigursælasti íþróttamaður sögunnar á Ólympíuleikunum með 18 gullmedalíur hefur allt frá því að hann hætti að keppa í sundi eftir Ólympíuleikana í London 2012 ratað í fjölmiðlana af röngum ástæðum.

Var honum sparkað úr bandaríska landsliðinu eftir að hafa verið tekinn við stýri undir áhrifum áfengis í desember og settur í sex mánaða keppnisbann.

Hann virðist hinsvegar vera að ná aftur fyrri styrk kom í mark á 1:54;75 sekúndum mínútum sem dugði honum til þess að sigra á bandaríska meistaramótinu.

Var Phelps rúmri sekúndu fljótari í mark en Ryan Lochte, sigurvegari á Heimsmeistaramótinu í greininni í Rússlandi á fimmtudaginn síðastliðinn og aðeins 75 sekúndubrotum frá heimsmeti Lochte í greininni.


Tengdar fréttir

Phelps með besta tíma ársins

Michael Phelps synti hraðar en allir aðrir í heiminum á bandaríska meistaramótinu í San Antonio í gærkvöldi, en hann náði næst besta tíma sögunnar í 100 metra flugsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×