Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 11:42 Hér má sjá hvar og hvenær vélin lagði af stað og hvar og hvenær hún fannst. Um 30 kílómetrar eru í beinni loftlínu frá flugvellinum á Akureyri á slysstað. Kort/Loftmyndir.is „Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39