Lífið

Efri stéttin: Blindur með nefrennsli en sættir sig ekki við ofnæmið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í nýjasta þætti Efri stéttarinnar eru ofnæmispésar landsins teknir fyrir sem er heldur betur viðeigandi um þessar mundir.

Sumarið er erfiðasti tíminn fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi. Í glænýjum skets úr fjórða þætti Efri stéttarinnar má sjá ungan dreng sem sættir sig greinilega ekki við það að vera illa haldin af ofnæmi.

Efri stéttinni er fátt heilagt eins og sést í þáttunum en þeir hafa alls verið þrír hér á Vísi. Á bak við Efri stéttina er einn ferskasti grínhópur landsins.

Meðlimir hans voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði. Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir um helgar hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.