Fótbolti

Áhugaverðir erlendir fyrirlesarar á ráðstefnu KÞÍ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aloys Wijnker.
Aloys Wijnker. mynd/az
Eins og alltaf á sjálfan bikaúrslitadaginn verður Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands með sína árlegu bikarúrslitaráðstefnu sem stendur yfir frá morgni og fram að leik.

Að þessu sinni verða tveir áhugaverðir erlendir fyrirlesarar; Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar, og Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála ensku úrvalsdeildarinnar.

Þjálfarar KR og Vals mæta svo og fara yfir undirbúning liðanna en Reykjavíkurrisarnir mætast á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Verð á ráðstefnuna er 5.000 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. Verð fyrir þá sem eru ekki félagsmenn er 10.000 krónur. Innifalið í verðinu er hádegismatur og miði á bikarúrslitaleikinn.

Dagskrá

10.00 Ávarp formanns KÞÍ

10.10 Uppbygging yngri flokka AZ Alkmaar: Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar

11.30 Sýnikennsla Aloys Wijnker

12.30 Matur

13.15 Elite Player Performance Plan: Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá Premier League á Englandi

14.15 Þjálfarar liðanna sem leika úrslitaleikinn segja frá undirbúningi liðanna

14.45 Kaffi og spáð í leikinn með sérfræðingum

16.00 Bikarúrslitaleikur

Hægt er að kynna sér ráðstefuna betur með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×