Íslenski boltinn

Sjáðu þrennu Björgvins og aukaspyrnumark Viktors

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukar unnu 3-1 sigur á Fjarðabyggð í fyrstu deild karla í gærkvöldi, en þar fór Björgvin Stefánsson enn og aftur á kostum og skoraði þrennu.

Björgvin kom Haukum yfir í fyrri hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Hann tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum á 84. mínútu, en Björgvin fiskaði sjálfur vítið.

Viktor Örn Guðmundsson, aukaspyrnusérfræðingur, minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð með marki úr aukaspyrnu í uppbótartíma, en Viktor skoraði gegn Þór á dögunum úr aukaspyrnu.

Björgvin fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma með sínu þrettánda marki í sumar, en hann er næst markahæstur á eftir Viktori Jónssyni, Þrótti, sem er með fjórtán mörk.

SportTV var á vellinum og sjá má mörkin í sjónvarpsglugganum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Efstu liðin á sigurbraut

Víkingur frá Ólafsvík og Þróttur stigu í kvöld enn eitt skrefið í áttina að Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×