Forstöðumaður Fjölskyldugarðsins vill geta sleppt dýrum eins og kópnum sem var drepinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Selkópurinn sem var lógað. Vísir/Andri Marinó Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15