Krotað á eyðibýlið Dagverðará: „Ömurlegt að fólk sýni ekki gömlum minjum virðingu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2015 18:43 Óhætt er að segja að veggjakrotið sé ákveðið stílbrot. mynd/Stefán Ingvar Guðmundsson Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30