Þessir eru taldir líklegastir til að hreppa útnefningu Repúblikana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 15:47 Donald Trump mælist nú með mest fylgi meðal þeirra sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP „Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
„Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira