Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi.
Hrafnhildur, sem átti sjötta besta tímann í undanrásunum, synti á 1:07,11 mínútum í undanúrslitunum sem dugði henni til að komast í úrslitasundið sem fer fram á morgun.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sundkona kemst í úrslit á heimsmeistaramóti í 50 metra laug.
Hrafnhildur var með áttunda besta tímann í undanúrslitunum en átta bestu tímarnir komast í úrslit.
Hrafnhildur var átta sekúndubrotum á undan Taylor McKeown frá Ástralíu sem var með níunda besta tímann og þurfti að bíta í það súra epli að komast ekki í úrslit.
Hrafnhildur synti á 1:06,87 mínútum í undanrásunum í morgun og sló þar með gamla Íslandsmetið sitt sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní á þessu ári. Hrafnhildur náði í leiðinni A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári.
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM

Tengdar fréttir

Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016
Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi.

Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet
Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun.

Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki
Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun.