Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2015 20:56 Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“ Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“
Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25