Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10