Fyrsti körfuboltalandsleikurinn á Suðurlandi í tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 17:45 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig) EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig)
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira