Fyrsti körfuboltalandsleikurinn á Suðurlandi í tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 17:45 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig) EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig)
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira