Fyrsti körfuboltalandsleikurinn á Suðurlandi í tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 17:45 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig) EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig)
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira