Fram vann mikilvægan sigur á Haukum | Myndir Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 21:15 Vísir/Andri Marinó Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira
Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira