Bjarni og Frímann vilja sýna að ástin er allskonar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. ágúst 2015 13:57 Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson hafa verið giftir frá árinu 2008. Mynd/Pjetur Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann. Hinsegin Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann.
Hinsegin Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent